Fjármálaeftirlitið samþykkti í dag umsókn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis um breytingu sparisjóðsins í hlutafélag skv. 73. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Umbreytingin var jafnframt samþykkt á stofnfjáreigendafundi sparisjóðsins þann 21. ágúst sl. Umbreyting þessi hefur engin áhrif á starfsleyfi sparisjóðsins, sbr. 4. mgr. 73. gr. laganna.
FME samþykkir umsókn SPRON um breytingu sparisjóðsins í hlutafélag
ATH: Þessi grein er frá 19. september 2007 og er því orðin meira en 5 ára gömul.