Meginmál

YFIRTÖKUR FYRIRTÆKJA - Breytt dagskrá

ATH: Þessi grein er frá 27. september 2007 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á breyttri dagskrá ráðstefnu um yfirtökureglur sem haldin verður á Hótel Nordica þriðjudaginn 2. október.

Af persónulegum ástæðum hefur João Gião, ráðgjafi fyrir portúgalska verðbréfaeftirlitið boðað forföll á síðustu stundu. Þetta hefur í för með sér að ráðstefnunni lýkur kl. 10:30 í stað 10:50 eins og áður var auglýst.

Ráðstefnan fer fram 2. október á Hótel Nordica og hefst kl. 8:15 með morgunkaffi og lýkur kl. 10:30. Skráning fer fram hjá fme@fme.is , eigi síðar en 1. október.