Fjármálaeftirlitið framkvæmdi athugun á viðskiptaháttum í verðbréfaviðskiptum hjá Glitni banka hf. (Glitni) dagana 6. mars til 19. mars 2007. Athugunin var afmörkuð við eignastýringu, einkabankaþjónustu, miðlun og eigin fjárfestingar, kínamúra og regluvörslu. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að birta niðurstöður slíkra athugana í samræmi við gagnsæisstefnu þess á grundvelli 108. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. Fjármálaeftirlitið hefur sent Glitni skýrslu sína og gert ýmsar athugasemdir og úrbótakröfur. Rétt er að taka fram að Glitnir hefur upplýst Fjármálaeftirlitið um það, að síðan athugunin fór fram hafi verið gerðar ýmsar breytingar á starfsháttum bankans, sem miða að því að bæta úr þeim atriðum sem áfátt þóttu. Undirbúningur sumra þeirra breytinga var þegar hafinn þegar úttektin fór fram en öðrum var ýtt úr vör í kjölfar athugasemda eftirlitsins. Helstu niðurstöður athugunarinnar voru eftirfarandi. Nánari upplýsingar veitir: Íris Björk Hreinsdóttir, irisbh@fme.is, GSM 869 2733
Úttekt á viðskiptaháttum í verðbréfaviðskiptum hjá Glitni
ATH: Þessi grein er frá 27. desember 2007 og er því orðin meira en 5 ára gömul.