Meginmál

Miðlægt geymslukerfi - OAM

ATH: Þessi grein er frá 7. febrúar 2008 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti, sem gildi tóku hinn 1. nóvember 2007, ber Fjármálaeftirlitið ábyrgð á varðveislu upplýsinga sem birtar eru opinberlega í samræmi við ákvæði VII., VIII. og IX kafla laganna.  Skulu upplýsingarnar varðveittar með rafrænum hætti í miðlægu geymslukerfi. Fjármálaeftirlitið hefur gert samning við OMX Nordic Exchanges Group OY um afnot af hugbúnaði til notkunar fyrir miðlægt geymslukerfi og nær samningurinn einnig til þjónustu og reksturs á kerfinu.  Verður þjónusta við kerfið í höndum OMX Nordic Exchange Iceland.  Geymslukerfið var tekið í notkun 1. febrúar sl. og má finna á slóðinni http://www.oam.is/.