Meginmál

Kynningarfundur á eiginfjárskýrslu

ATH: Þessi grein er frá 13. febrúar 2008 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að efna til annars kynningarfundar á eiginfjárskýrslu skv. Basel II (COREP), þar sem færri komust að en vildu á kynningu sem haldin var þann 7. febrúar sl.

Kynningin verður haldin í húsakynnum Fjármálaeftirlitsins, Suðurlandsbraut 32, þriðjudaginn 19. febrúar nk. kl. 14:00-15:00.

Á kynningunni verður farið yfir grunnatriði skýrslunnar og ýmis önnur hagnýt atriði sem auðvelda eftirlitsskyldum aðilum gerð skýrslunnar.

Skráning berist til Lilju Rutar Kristófersdóttur, lilja@fme.is, eigi síðar en fyrir hádegi 18. febrúar nk. Athygli er vakin á því að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.