Meginmál

Samruni Sparisjóðs Skagafjarðar við Sparisjóð Siglufjarðar

ATH: Þessi grein er frá 10. mars 2008 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt samruna Sparisjóðs Skagafjarðar við Sparisjóð Siglufjarðar á grundvelli 106. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Sparisjóður Siglufjarðar tekur við öllum réttindum og skyldum Sparisjóðs Skagafjarðar og verða sparisjóðirnir sameinaðir undir nafni Sparisjóðs Siglufjarðar.