Fjármálaeftirlitið stendur fyrir námskeiði fyrir lífeyrissjóði þar sem farið verður yfir útfyllingu skýrslu um sundurliðun fjárfestinga lífeyrissjóða.
Námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 27. maí nk. kl. 10 - 12. Tilgangur námskeiðsins er að dýpka skilning eftirlitsskyldra aðila á skýrslunni, en á námskeiðinu verður bæði farið yfir efnið með umfjöllun og dæmayfirferð.
Þeir aðilar sem koma að útfyllingu og skilum á skýrslunni eru sérstaklega hvattir til að mæta, svo og aðrir sem hafa áhuga á að fá kynningu á útfyllingu hennar.
Nánari upplýsingar og skráning sendist á póstfangið fme@fme.is eigi síðar en 20. maí nk. Athygli er vakin á því að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
Kynningin verður haldin á Grand hótel, 4. hæð, Háteigi A.