Meginmál

Fjármálaeftirlitið veitir Aga Verðbréfum hf. starfsleyfi sem verðbréfamiðlun

ATH: Þessi grein er frá 11. júní 2008 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Aga Verðbréfum hf., kt. 660907-0250, Hlíðasmára 9, Kópavogi, starfsleyfi sem verðbréfamiðlun, samkvæmt 6. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Starfsleyfi Aga Verðbréfa hf. tekur til viðskipta og þjónustu með fjármálagerninga samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti sem felst í móttöku og miðlun fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga skv. tölulið 6 a í 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.