Meginmál

Tímabundin stöðvun viðskipta

ATH: Þessi grein er frá 29. september 2008 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með alla fjármálagerninga sem gefnir eru út af Glitni banka hf. sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði. Ákvörðun þessi er tekin til að vernda jafnræði fjárfesta. Beðið er eftir tilkynningu frá félaginu.

Nánari upplýsingar veitir Íris Björk Hreinsdóttir: iris@fme.is, GSM: 869-2733.