Meginmál

Viðskipti hafin að nýju með fjármálagerninga Glitnis banka hf.

ATH: Þessi grein er frá 30. september 2008 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Í kjölfar fréttatilkynningar og umfjöllunar um breytingar hjá útgefanda, m.a. um samkomulag milli hans og ríkisstjórnar Íslands um að ríkissjóður leggi bankanum til nýtt hlutafé, er það mat Fjármálaeftirlitsins að ekki sé lengur til staðar sama hætta á ójafnræði fjárfesta. Fjármálaeftirlitið tilkynnir því hér með að frá og með 30. september 2008 megi viðskipti með fjármálagerninga útgefanda hefjast að nýju.

Nánari upplýsingar veitir Íris Björk Hreinsdóttir: iris@fme.is, GSM: 869-2733