Meginmál

Peningamarkaðssjóðir rekstrarfélaga verðbréfasjóða

ATH: Þessi grein er frá 17. október 2008 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið hefur beint þeim tilmælum til rekstrarfélaga verðbréfasjóða að grípa til aðgerða sem leiða til þess að  peningamarkaðssjóðum félaganna verði slitið.

Þeim tilmælum er beint til rekstrarfélaganna að ekki verði opnað fyrir innlausnir í sjóðunum, heldur að sjóðsfélagar fái greitt úr þeim. Í því felst að allt laust fé hvers peningamarkaðssjóðs verði greitt inn á innlánsreikninga sjóðsfélaga í hlutfalli við eign þeirra og jafnræði þeirra verði haft að leiðarljósi.

Í tilmælunum er einnig lagt til að greitt verði mánaðarlega inn á innlánsreikninga sjóðsfélaga í samræmi við hlutfallslega eign þeirra eftir því sem aðrar eignir sjóðsins fást greiddar, uns engar eignir eru eftir í eignasafni sjóðanna.

Nánari upplýsingar til fjölmiðla veita Íris Björk Hreinsdóttir, iris@fme.is, S: 525-2700 eða GSM: 869-2733 og Úrsúla Ingvarsdóttir, ursula@fme.is, S: 525-700, GSM: 821-4860.