Meginmál

Viðskipti hefjast að nýju

ATH: Þessi grein er frá 8. desember 2008 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að heimila á ný viðskipti með fjármálagerninga Exista hf. og Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka hf. á skipulegum verðbréfamarkaði, frá og með 9. desember nk. Umræddir fjármálagerningar voru teknir tímabundið úr viðskiptum þann 6. október sl., í því skyni að vernda fjárfesta og eðlilega starfsemi markaðarins, vegna óvenjulegs ástands á fjármálamörkuðum.

Frekari upplýsingar veitir: Úrsúla Ingvarsdóttir, ursula@fme.is, GSM: 821-4860