Dreifibréf vegna innheimtustarfsemi viðskiptabanka, sparisjóða, annarra lánastofnana og verðbréfafyrirtækja 3. mars 2009
ATH: Þessi grein er frá 3. mars 2009 og er því orðin meira en 5 ára gömul.
Fjármálaeftirlitið sendi þann 27. febrúar 2009, dreifibréf til viðskiptabanka, sparisjóða, annarra lánastofnana og verðbréfafyrirtækja. Í dreifibréfinu var áréttað að heimild til núverandi gjaldtöku rynni út í lok febrúar. Jafnframt var vakin athygli á nokkrum ákvæðum innheimtulaga, reglugerðar um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar o.fl. og reglna um framkvæmd eftirlits með innheimtustarfsemi samkvæmt innheimtulögum nr. 95/2008.
Dreifibréfið í heild sinni má finna hér.
Nánari upplýsingar veitir: Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is, GSM: 840 3861.