Gunnar Þ. Andersen hefur verið ráðinn forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Gunnar hefur starfað hjá Tryggingastofnun ríkisins frá 2006, fyrst sem forstöðumaður eftirlits en nú síðast sem framkvæmdastjóri Þróunar- og greiningarsviðs og staðgengill forstjóra.
Gunnar starfaði hjá Landsbanka Íslands frá 1991 til 2003, síðast sem framkvæmdastjóri alþjóða- og fjármálasviðs. Á undan því vann hann meðal annars sem stjórnandi hjá Helly-Hansen a/s í Noregi og Pepsi-Cola Company í Bandaríkjunum og sem fjárfestingarfulltrúi í fjárreiðudeild Sameinuðu þjóðanna í New York þar sem hann hafði umsjón með fjárfestingum lífeyrissjóðs Sameinuðu þjóðanna.
Gunnar er með MBA gráðu frá University of Minnesota og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands.