Meginmál

Undanþága frá tilboðsskyldu í Icelandair Group hf.

ATH: Þessi grein er frá 18. maí 2009 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Frett.18.05.2009.Icelandair_logo_without_websiteFjármálaeftirlitið hefur verið með til athugunar skipan mála í eignarhaldi Icelandair Group hf., með hliðsjón af yfirtökureglum laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. Athugunin leiddi í ljós að Íslandsbanki hf. hefði óbein yfirráð í Icelandair Group hf., vegna stöðu sinnar sem lánardrottinn stórra hluthafa félagsins, sem ekki standa við skuldbindingar sínar samkvæmt lánasamningum, og að Íslandsbanka hf. bæri því skylda til að gera öðrum hluthöfum félagsins yfirtökutilboð.

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að Íslandsbanka hf. skuli veitt skilyrt undanþága frá tilboðsskyldu vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem bankinn er í sem kröfuhafi gagnvart stórum hluthöfum félagsins. Að mati Fjármálaeftirlitsins uppfyllir bankinn þau skilyrði sem gera verður til að veðhafa sé veitt slík undanþága.

 Ákvörðunina í heild sinni má lesa hér.

Nánari upplýsingar til fjölmiðla veitir Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is, s: 525-2700 eða gsm 840-3861.