FME hefur tekið saman tölulegar upplýsingar um starfsemi erlendra vátryggingafélaga á Íslandi árin 2004-2007. Félög þessi hafa móðurstöðvar sínar á Evrópska efnahagssvæðinu og hafa heimild til starfsemi á Íslandi á grundvelli VII. kafla laga nr. 60/1994 um vátryggingastarfsemi. Upplýsingarnar eru byggðar á gögnum sem fjármála- og/eða vátryggingaeftirlit í viðkomandi ríkjum sendu FME. Tekið skal fram að réttmæti gagnanna er á ábyrgð viðkomandi eftirlita. Meðfylgjandi töflum er ætlað að gefa mynd af umfangi starfsemi erlendra vátryggingafélaga hér á landi og þar með heildarstærð þeirra á markaði í einstökum greinum. Hafa ber í huga að markaðshlutdeild erlendra vátryggingafélaga getur tekið breytingum í takt við sveiflur á gengi íslensku krónunnar.
Fyrri taflan sýnir bókfærð iðgjöld í nokkrum vátryggingagreinum, umreiknuð í íslenskar krónur á meðalgengi ársins. Síðari taflan sýnir samanlagða markaðshlutdeild erlendra vátryggingafélaga í öllum iðgjöldum sem greidd eru á Íslandi í viðkomandi vátryggingagrein.
Eigna-tryggingar
Sjó-, flug- og farm-tryggingar
Ökutækja-tryggingar
Greiðslu- og efnda-vátryggingar
Ábyrgðar-tryggingar
Slysa- og sjúkra-tryggingar
Skaða-tryggingar samtals 1)
Líftryggingar samtals
2004
85.498.320
357.870.354
0
257.695
4.365.841
96.418.879
619.514.790
1.215.508.646
2005
121.533.758
484.340.467
3.085.130
8.227.014
44.677.255
104.666.097
832.708.099
765.129.602
2006
139.633.532
1.328.968.960
4.467.871
29.943.242
48.819.565
719.891.432
2.384.423.935
2.668.888.887
2007
35.457.295
1.048.394.521
1.921
2.508.473
2.728.594
1.232.658.643
2.371.231.035
1.881.784.195
Eigna-tryggingar
Sjó-, flug- og farm-tryggingar
Ökutækja-tryggingar
Greiðslu- og efnda-vátryggingar
Ábyrgðar-tryggingar
Slysa- og sjúkra-tryggingar
Skaða-tryggingar samtals 1)
Líftryggingar samtals
2004
1,6%
16,3%
0%
0,5%
0,3%
3,9%
2,7%
32,1%
2005
2,1%
21,6%
0,03%
12,2%
2,1%
3,9%
3,3%
21,6%
2006
2,2%
37,7%
0,03%
27,4%
1,9%
19,4%
7,4%
52,0%
2007
0,5%
35,4%
0%
2,7%
0,1%
28,2%
6,8%
41,9%
Nánari upplýsingar til fjölmiðla veitir Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is, S: 525-2700 og farsími: 8403861.
1) Samtala skaðatrygginga stemmir ekki við samtölu greina-undirflokka að framan þar sem nokkur ríki gefa upp starfsemi í óskilgreindum greinaflokkum