Meginmál

Fréttatilkynning - Umræðuskjal CEIOPS vegna nýrrar tilskipunar um vátryggingastarfsemi

ATH: Þessi grein er frá 30. nóvember 2009 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á umræðuskjali sem hægt er að nálgast á heimasíðu CEIOPS.  Um er að ræða tillögur að ráðgjöf til Framkvæmdastjórnar ESB og varða þær mat á því hvort eftirlit með ríkjum utan EES sé með sambærilegum hætti og innan svæðisins varðandi endurtryggingar og eftirlit með samstæðum.  Umræðuskjalið er hluti af tillögum CEIOPS varðandi nánari útfærslu á Solvency II tilskipuninni.  Hagsmunaaðilar geta sent inn athugasemdir við umræðuskjalið til CEIOPS á netfangið: secretariat@ceiops.eu til 5. febrúar 2010.

Hægt er að nálgast umræðuskjalið á vefsíðu CEIOPS .