CEBS gaf hinn 6. janúar sl. út endurskoðaðan ramma um eiginfjárskýrslu fjármálafyrirtækja (COREP). COREP viðmiðunum hefur verið breytt þannig að þau fela í sér breytingar sem hafa orðið á CRD (tilskipanir 2009/27/EC og 2009/83/EC) og einnig CRD II breytingar (tilskipun 2009/111/EC). Munu breytingarnar taka gildi hinn 31. desember 2010.
Nánar er fjallað um málið á heimasíðu CEBS og er fréttatilkynningu CEBS í heild sinni að finna hér.