Meginmál

CESR birtir yfirlit um skyldur og ábyrgð vörsluaðila verðbréfasjóða

ATH: Þessi grein er frá 3. febrúar 2010 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið vekur athygli fjárfesta á því að CESR (Samstarfsnefnd evrópskra eftirlitsaðila á verðbréfamarkaði) hefur birt yfirlit á heimasíðu sinni um skyldur og ábyrgð vörsluaðila verðbréfasjóða. Í yfirlitinu er að finna upplýsingar um ýmis skilyrði sem sett eru af hverjum og einum aðila að CESR. Rakin eru skilyrði sem snerta  almennar kröfur til vörsluaðila, ábyrgð vörsluaðila þegar um er að ræða framsal vörslu og kvaðir varðandi aðferðir/árangur. Þá er einnig yfirlit yfir lagaramma og skilyrði rakin varðandi kostgæfnisathugun sem fara þarf fram þegar vörsluaðilar velja undirvörsluaðila.

Yfirlitið má nálgast hér.