Meginmál

Framlenging á undanþágu frá tilboðsskyldu í Icelandair Group hf.

ATH: Þessi grein er frá 11. maí 2010 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Íslandsbanki hefur óskað eftir 6 mánaða framlengingu á undanþágu frá tilboðsskyldu í Icelandair Group hf. í samræmi við ákvæði 100. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl). Með vísan til þess að endurskipulagning á Icelandair Group hf. hefur reynst flóknari og umfangsmeiri heldur en fyrri áætlanir Íslandsbanka hf. gerðu ráð fyrir, m.a. vegna þess hversu margir aðilar þurftu að koma að henni beint eða óbeint og þess ástands sem skapast hefur hjá flugfélögum í heiminum í tengslum við eldgos í Eyjafjallajökli, telur Fjármálaeftirlitið að mjög sérstakar aðstæður séu upp í endurskipulagningarferli Icelandair Group hf. og hefur ákveðið að framlengja frest Íslandsbanka hf. til endursölu um sex mánuði.

Ákvörðunina í heild sinni má lesa hér.

Nánari upplýsingar til fjölmiðla veitir Sigurður G. Valgeirsson, sgv@fme.is, s: 525-2700 eða gsm 840-3861.