Meginmál

Fjármálaeftirlitið veitir Arion banka hf. heimild til að eiga og fara með virkan eignarhlut í Valitor hf.

ATH: Þessi grein er frá 15. október 2010 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Arion banki hf. óskaði eftir heimild til að auka virkan eignarhlut sinn í Valitor hf. óbeint í gegnum hlutdeild sína í Valitor Holding hf., sbr. 40. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlitið telur Arion banka hæfan til að eiga og fara með eignarhlutinn m.a. með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs Valitor.

Fjármálaeftirlitið veitti þann 12. október sl. Arion banka heimild til að fara með yfir 50% eignarhlut í Valitor.