Fara beint í Meginmál

Tilkynning um afturköllun starfsleyfa fjármálafyrirtækja14. mars 2011

Fjármálaeftirlitið hefur afturkallað starfsleyfi Byrs sparisjóðs,  Frjálsa fjárfestingarbankans hf. og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf.

Byr sparisjóður

Fjármálaeftirlitið afturkallaði þann 23. febrúar 2011, starfsleyfi Byrs sparisjóðs, kt. 610269-2229, sem sparisjóðs, þar sem kveðinn hefur verið upp úrskurður um slit fyrirtækisins skv. XII. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 9. gr. sömu laga.

Frjálsi fjárfestingarbankinn hf.

Fjármálaeftirlitið afturkallaði þann 23. febrúar 2011, starfsleyfi Frjálsa fjárfestingarbankans hf., kt. 691282-0829, sem lánafyrirtækis, þar sem kveðinn hefur verið upp úrskurður um slit fyrirtækisins skv. XII. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 9. gr. sömu laga.

Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hf.

Fjármálaeftirlitið afturkallaði þann 23. febrúar 2011, starfsleyfi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf., kt. 540502-2770, sem sparisjóðs, þar sem kveðinn hefur verið upp úrskurður um slit fyrirtækisins skv. XII. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 9. gr. sömu laga.

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ