Meginmál

Drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu verðbréfasjóða

ATH: Þessi grein er frá 20. maí 2011 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út til umsagnar drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu verðbréfasjóða, umræðuskjal nr. 5/2011. Þetta eru fyrstu heildstæðu tilmælin sem Fjármálaeftirlitið gefur út um framangreint efni og er þeim ætlað að ná til áhættustýringar verðbréfa- og fjárfestingarsjóða.

Umræðuskjalið má nálgast hér. Umsagnir vegna þess óskast sendar Fjármálaeftirlitinu eigi síðar en 20. júní nk.