Fara beint í Meginmál

Tilkynning um afturköllun starfsleyfa fjármálafyrirtækja21. júlí 2011

Fjármálaeftirlitið hefur afturkallað starfsleyfi Glitnis banka hf. og Kaupþings banka hf.

Glitnir banki hf.

Fjármálaeftirlitið hefur afturkallað starfsleyfi Glitnis banka hf.,  kt. 550500-3530, sem viðskiptabanka, þar sem kveðinn hefur verið upp úrskurður um slit fyrirtækisins skv. XII. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 9. gr. sömu laga.

Kaupþing banki hf.

Fjármálaeftirlitið hefur afturkallað starfsleyfi Kaupþings banka hf., kt. 560882-0419, sem viðskiptabanka, þar sem kveðinn hefur verið upp úrskurður um slit fyrirtækisins skv. XII. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 9. gr. sömu laga.

Afturköllun starfsleyfa framangreindra aðila miðast við 19. júlí 2011.