Meginmál

Fjármálaeftirlitið gefur út umræðuskjal nr. 7/2011 um leiðbeinandi tilmæli um mat á tengslum aðila í skilningi reglna um stórar áhættuskuldbindingar

ATH: Þessi grein er frá 21. júlí 2011 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út til umsagnar drög að leiðbeinandi tilmælum um mat á tengslum aðila í skilningi reglna um stórar áhættuskuldbindingar. Markmiðið með þessum leiðbeinandi tilmælum er að setja fram túlkun Fjármálaeftirlitsins á hugtakinu hópur tengdra viðskiptamanna.

Umræðuskjalið má nálgast hér. Umsagnir vegna þess óskast sendar Fjármálaeftirlitinu eigi síðar en 1. september nk.