Meginmál

Endurskoðuð leiðbeinandi tilmæli um aðgerðir gegn peningaþvætti

ATH: Þessi grein er frá 11. ágúst 2011 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út til umsagnar drög að endurskoðuðum leiðbeinandi tilmælum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Markmiðið með þessum endurskoðuðu leiðbeinandi tilmælum er m.a. að setja fram leiðbeiningar um framkvæmd áhættumats hjá tilkynningarskyldum aðilum.

Umræðuskjalið má nálgast hér. Umsagnir vegna þess óskast sendar Fjármálaeftirlitinu eigi síðar en 2. september nk.