Fara beint í Meginmál

Almenna lánafélagið hf. skráð sem lánveitandi og rekstraraðili sérhæfðra sjóða

Hinn 3. september sl. var Almenna lánafélagið hf. skráð sem lánveitandi, sbr. XIII. kafla laga nr. 118/2016, um fasteignalán til neytenda, og rekstraraðili sérhæfðra sjóða skv. 7. gr. laga nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.

Í fyrrnefndu skráningunni felst heimild til að veita fasteignalán til neytenda og lánaráðgjöf í samræmi við lög um fasteignalán til neytenda og í þeirri síðarnefndu felst heimild til að reka sérhæfða sjóði að því gefnu að verðmæti heildareigna í rekstri aðila fari ekki umfram þau mörk sem kveðið er á um í 1. mgr. 6. gr. laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.