Meginmál

Árleg skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland komin út

IMF
IMF

Árleg skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslenskt efnahagslíf var birt í dag á vef sjóðsins. Reglubundnar úttektir á stöðu og horfum í efnahagslífi aðildarlandanna eru gerðar á grundvelli IV. greinar stofnsáttmála sjóðsins (e. Article IV Consultation). Sendinefnd á vegum sjóðsins heimsótti Ísland í maí síðastliðnum til viðræðna við íslensk stjórnvöld og aðra hagaðila.

Skýrsluna má finna hér: Árleg skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslenskt efnahagslíf

Svæðissíða Íslands á vef Alþjóðagjaldeyrissjóðsins