Heildareignir Seðlabanka Íslands námu 939,9 ma.kr. í lok janúar og hækkuðu um 16,9 ma.kr. á milli mánaða. Innlendar eignir námu 37,3 ma.kr. og hækkuðu um 743 m.kr. og erlendar eignir námu 902,6 ma.kr. og hækkuðu um 16,1 ma.kr.
Skuldir Seðlabanka Íslands námu 838,3 ma.kr. og hækkuðu um 5,7 ma.kr. á milli mánaða. Innlendar skuldir námu 758,7 ma.kr. og hækkuðu um 4,6 ma.kr. og erlendar skuldir námu 79,6 ma.kr. og hækkuðu um 1,1 ma.kr.
Staða gjaldeyrisforðans nam 902,4 ma.kr. og hækkaði um 16,1 ma.kr. í janúar.
Sjá nánari sundurliðun á efnahag Seðlabanka Íslands í Gagnabankanum.
Fyrirspurnir skal senda á netfangið adstod@sedlabanki.is