Fara beint í Meginmál

Efnahagur Seðlabanka Íslands í júlí 2025

Heildareignir Seðlabanka Íslands námu 939,6 ma.kr. í lok júlí og hækkuðu um 13,6 ma.kr. á milli mánaða. Innlendar eignir námu 32,8 ma.kr. og hækkuðu um 335,7 m.kr. og erlendar eignir námu 906,8 ma.kr. og hækkuðu um 13,2 ma.kr.
Skuldir Seðlabanka Íslands námu 879,6 ma.kr. og hækkuðu um 10,2 ma.kr. á milli mánaða. Innlendar skuldir námu 806,7 ma.kr. og hækkuðu um 9,4 ma.kr. og erlendar skuldir námu 72,9 ma.kr. og hækkuðu um 764 m.kr.

Staða gjaldeyrisforðans nam 906,6 ma.kr. og hækkaði um 13,2 ma.kr. í júlí.

Sjá nánari sundurliðun á efnahag Seðlabanka Íslands í Gagnabankanum.

Fyrirspurnir skal senda á netfangið adstod@sedlabanki.is