Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hélt erindi á vinnustofu um húsnæðismál sem skipulögð var af félags- og húsnæðismálaráðuneytinu fimmtudaginn 4. september síðastliðinn.
Tilgangur vinnustofunnar var að fá þátttakendur til að setja fram tillögur að aðgerðum á húsnæðismarkaði sem nýta á í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar á húsnæðismarkaði.
Meðfylgjandi eru glærur sem seðlabankastjóri studdist við í erindi sínu.