Meginmál

Fræðslufundur um breytingar á reglugerð um varfærniskröfur til lánastofnana (CRR III)

Seðlabanki Íslands hélt fræðslufund í Safnahúsinu í síðustu viku um innleiðingu reglugerðar (ESB) 2024/1623 (CRR III), sem breytir reglugerð (ESB) nr. 575/2013 um varfærniskröfur til lánastofnana og verðbréfafyrirtækja (CRR).

Kynnt voru helstu atriði CRR III og sátu fulltrúar varúðareftirlits og háttsemiseftirlits Seðlabankans fyrir svörum ásamt fulltrúa fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Fundurinn var vel sóttur en um sjötíu gestir sátu fundinn í Safnahúsinu og á fjarfundi.

Meðfylgjandi eru glærurnar sem kynntar voru á fundinum.