Seðlabanki Íslands hélt fræðslufund í síðustu viku um innleiðingu reglugerðar (ESB) 2023/1114 um markaði fyrir sýndareignir (MiCA).
Á fræðslufundinum fóru starfsmenn háttsemis- og varúðareftirlits Seðlabankans yfir helstu þætti og kröfur MiCA reglugerðarinnar, m.a. gildissvið og tengsl við aðra löggjöf, helstu flokka sýndareigna sem falla undir MiCA, starfsleyfi, skráningar og eftirlit, viðskiptavettvanga, töku til viðskipta og markaðssvik, markaðssetningu sýndareigna, viðskiptahætti, neytendavernd og aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Fundurinn var ágætlega sóttur en MiCA reglugerðin teygir anga sína víða og því fjölþætt starfsemi sem fellur undir gildissvið hennar.
Meðfylgjandi eru glærurnar sem kynntar voru á fundinum: