Fara beint í Meginmál

Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar frá 26. nóvember og 2. og 3. desember birt 2. janúar 2025

Fundargerð fyrir fund fjármálastöðugleikanefndar frá 26. nóvember, og 2. og 3. desember 2024 hefur verið birt. Á fundinum ræddi nefndin helstu áhættuþætti fjármálastöðugleika, svo sem þróun efnahagsmála, áhættu í rekstri fjármálafyrirtækja og fjármálakerfisins, þróun á innlendum fjármálamörkuðum, skuldsetningu heimila og fyrirtækja, stöðu á fasteignamarkaði, virkni lánþegaskilyrða og eiginfjár- og lausafjárstöðu fjármálafyrirtækja. Þá ræddi nefndin óvissu í alþjóðamálum. Nefndin ræddi einnig um rekstraröryggi í greiðslumiðlun. Þá ræddi nefndin stefnu um sveiflujöfnunaraukann og um hlutlaust gildi hans.

Fundargerðin er aðgengileg hér: Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands. Desember 2024 (24. fundur). Birt 2. janúar 2025.