Heildarvelta innlendra greiðslukorta var 136,7 ma.kr. í ágúst sl. og skiptist þannig að velta debetkorta var 61,3 ma.kr en velta kreditkorta var 75,4 ma.kr.
Velta innlendra greiðslukorta í verslunum innanlands ágúst sl. nam 102,8 ma.kr. sem er 2,5 ma.kr. hærri velta en í ágúst á síðasta ári. Veltan í ágúst sl. skiptist þannig að velta debetkorta var 45,6 ma.kr en velta kreditkorta var 57,2 ma.kr. Velta innlendra greiðslukorta í verslunum erlendis nam 30,9 ma.kr. í júní sl. sem er 2,3 ma.kr hærri velta en í ágúst á síðasta ári.
Heildarvelta erlendra greiðslukorta á Íslandi í ágúst 2025 var 51,0 ma.kr. sem er 2,9 ma.kr. hærri velta en í ágúst 2024.
Tímaraðir: GRM_Timaradir_082025.xlsx
Tafla: GRM_082025.xlsx
Fyrirspurnir skal senda á netfangið adstod@sedlabanki.is