Meginmál

Greiðslumiðlun í janúar 2025

Heildarvelta innlendra greiðslukorta var 115,5 ma.kr. í janúar sl. og skiptist þannig að velta debetkorta var 49,7 ma.kr en velta kreditkorta var 65,9 ma.kr.

Velta innlendra greiðslukorta í verslunum innanlands janúar sl. nam 87,1 ma.kr. sem er 5,3 ma.kr. hærri velta en í janúar á síðasta ári. Veltan í janúar sl. skiptist þannig að velta debetkorta var 37,4 ma.kr en velta kreditkorta var 49,7 ma.kr. Velta innlendra greiðslukorta í verslunum erlendis nam 25,7 ma.kr. í janúar sl. sem er 3,4 ma.kr hærri velta en í janúar á síðasta ári.

Heildarvelta erlendra greiðslukorta á Íslandi í janúar 2025 var 19,1 ma.kr. sem er 2,1 ma.kr. hærri velta en í janúar 2024.

Sjá nánari sundurliðun á greiðslumiðlun í Gagnabankanum.

Fyrirspurnir skal senda á netfangið adstod@sedlabanki.is