Halli á viðskiptajöfnuði við útlönd var 82,3 ma.kr. á öðrum ársfjórðungi 2025 eða 6,8% af landsframleiðslu og jókst um 25,9 ma.kr. milli ársfjórðunga og um 44,8 ma.kr. frá sama fjórðungi árið 2024. Halli á viðskiptajöfnuði litast af fjárfestingarumsvifum gagnavera sem hefur leitt til þess að vöruskiptahallinn mælist sögulega mikill. Hann mældist neikvæður um 135,2 ma.kr. en 61,8 ma.kr. afgangur var á þjónustujöfnuði. Afgangur á frumþáttatekjum nam 3,9 ma.kr. en 12,8 ma.kr. halli á rekstrarframlögum. (tafla 1).
Þetta kemur fram í nýbirtum upplýsingum á vef Seðlabanka Íslands sem sýna bráðabirgðayfirlit yfir greiðslujöfnuð við útlönd á fyrsta ársfjórðungi 2025 og erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins.
Tafla 1: Greiðslujöfnuður
Ma.kr. | 2024/2 | 2024/3 | 2024/4 | 2025/1 | 2025/2 |
---|---|---|---|---|---|
Viðskiptajöfnuður | -37,4 | 44,2 | -91,3 | -56,4 | -82,3 |
Vöruskiptajöfnuður | -88,6 | -72,6 | -105,1 | -85,9 | -135,2 |
Þjónustujöfnuður | 65,7 | 133,7 | 55,1 | 19,8 | 61,8 |
Jöfnuður frumþáttatekna | -1,2 | -6,6 | -26,2 | 22,2 | 3,9 |
Rekstrarframlög, nettó | -13,4 | -10,3 | -15,0 | -12,4 | -12,8 |
Jöfnuður fjárframlaga | -1,2 | -0,3 | -1,0 | -0,8 | -0,9 |
Fjármagnsjöfnuður | 21,4 | 77,3 | -113,4 | 22,8 | -94,8 |
Bein fjárfesting | 41,8 | -15,2 | -347,7 | -44,4 | -59,4 |
Verðbréf | 105,4 | 27,5 | 183,1 | 66,3 | -96,7 |
Afleiður | 1,5 | -2,8 | -3,6 | 0,0 | -1,1 |
Önnur fjárfesting | -106,0 | 69,9 | 45,7 | 6,5 | 16,4 |
Gjaldeyrisforði | -21,4 | -2,1 | 9,2 | -5,6 | 45,9 |
Skekkjur og vantalið, nettó | 60,0 | 33,4 | -21,1 | 80,0 | -11,7 |
Í lok ársfjórðungsins var hrein staða við útlönd jákvæð um 2.089 ma.kr. eða 43,9% af vergri landsframleiðslu (VLF) og versnaði um 91 ma.kr. eða 1,9% af VLF á fjórðungnum. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 6.762 ma.kr. í lok ársfjórðungsins en skuldir 4.673 ma.kr. Á fjórðungnum versnaði staðan um 95 ma.kr. vegna fjármagnsviðskipta. Erlendar eignir hækkuðu um 97 ma.kr. og skuldir hækkuðu um 191 ma.kr. Gengis- og verðbreytingar lækkuðu virði eigna á ársfjórðungnum um 105 ma.kr. og skulda um 116 ma.kr. og leiddu því til 11 ma.kr. betri hreinnar erlendrar stöðu. Gengi krónunnar hækkaði um tæp 2,8% í fjórðungnum miðað við gengisskráningarvog. Verð á erlendum verðbréfamörkuðum hækkaði um 11,0% milli fjórðunga og verð á bréfum á innlendum hlutabréfamarkaði lækkuðu um 1,6%.
Tafla 2: Breyting á erlendri stöðu þjóðarbúsins á milli ársfjórðunga
Ma.kr. | Staða í lok 2025/1 | Fjármagnsjöfnuður | Gengis- og verðbreytingar | Aðrar breytingar | Staða í lok 2025/2 |
---|---|---|---|---|---|
Erlendar eignir, alls | 6.763 | 97 | -105 | 7 | 6.762 |
Bein fjárfesting | 1.113 | -22 | -26 | 11 | 1.076 |
Verðbréf | 3.945 | 61 | -31 | 0 | 3.976 |
Afleiður* | 20 | -1 | -4 | 0 | 15 |
Önnur fjárfesting | 820 | 13 | -26 | -4 | 803 |
Gjaldeyrisforði | 865 | 46 | -18 | 0 | 893 |
Erlendar skuldir, alls | 4.583 | 191 | -116 | 14 | 4.673 |
Bein fjárfesting | 1.826 | 37 | -70 | 18 | 1.811 |
Verðbréf | 1.495 | 158 | -10 | 0 | 1.643 |
Afleiður* | 9 | 0 | -2 | 0 | 7 |
Önnur fjárfesting | 1.252 | -4 | -33 | -3 | 1.212 |
Hrein staða þjóðarbúsins | 2.180 | -95 | 11 | -7 | 2.089 |
(%) af VLF | 45,8% | -2,0% | 0,2% | -0,1% | 43,9% |
*Aðrar breytingar eru taldar undir gengis- og verðbreytingum fyrir afleiður.
Frétt nr. 13/2025