Meginmál

Halli á viðskiptajöfnuði 95,2 ma.kr. á fjórða ársfjórðungi 2024 – hrein staða við útlönd jákvæð um 42,5% af VLF2

Á fjórða ársfjórðungi 2024 var 95,2 ma.kr. halli á viðskiptajöfnuði við útlönd. Það er 147,4 ma.kr. lakari niðurstaða en ársfjórðunginn á undan og 77,7 ma.kr. lakari en á sama fjórðungi árið 2023. Halli á vöruskiptajöfnuði var 104,1 ma.kr. en 34,5 ma.kr. afgangur var á þjónustujöfnuði. (Sjá á vef Hagstofunnar).

Halli á frumþáttatekjum nam 10,5 ma.kr. og 15,1 ma.kr. á rekstrarframlögum (tafla 1).

Þetta kemur fram í nýbirtum upplýsingum á vef Seðlabanka Íslands sem sýna bráðabirgðayfirlit yfir greiðslujöfnuð við útlönd á fjórða ársfjórðungi 2024 og erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins.

Tafla 1: Greiðslujöfnuður

Ma.kr.2023/42024/12024/22024/32024/4

Viðskiptajöfnuður

-17,5

-34,6

-39,3

52,3

-95,2

   Vöruskiptajöfnuður

-77,8

-51,6

-87,2

-71,6

-104,1

   Þjónustujöfnuður

34,1

18,1

67,9

141,2

34,5

   Jöfnuður frumþáttatekna

39,1

10,2

-5,4

-4,9

-10,5

   Rekstrarframlög, nettó

-13,0

-11,3

-14,6

-12,4

-15,1

Jöfnuður fjárframlaga

-1,4

-0,8

-1,4

-0,4

-1,2

Fjármagnsjöfnuður

-4,2

35,9

-40,9

65,8

79,4

   Bein fjárfesting

21,3

9,0

-16,4

-18,1

15,7

   Verðbréf

96,0

-191,6

105,4

27,5

109,6

   Afleiður

-3,7

0,1

1,5

-2,8

-3,6

   Önnur fjárfesting

-121,8

98,5

-110,1

69,1

-52,3

   Gjaldeyrisforði

4,0

119,8

-21,4

-9,9

9,9

   Sekkjur og vantalið, nettó

14,7

71,3

-0,3

14,0

175,7

Í lok ársfjórðungsins var hrein staða við útlönd jákvæð um 1.963 ma.kr. eða 42,5% af vergri landsframleiðslu (VLF) og batnaði um 120 ma.kr. eða 2,6% af VLF á fjórðungnum. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 6.549 ma.kr. í lok ársfjórðungsins en skuldir 4.586 ma.kr. Á fjórðungnum batnaði staðan um 79 ma.kr. vegna fjármagnsviðskipta. Erlendar eignir jukust um 140 ma.kr. og skuldir um 61 ma.kr. Gengis- og verðbreytingar juku virði eigna á ársfjórðungnum um 21 ma.kr. en minnkuðu virði skulda um 30 ma.kr. og leiddu því til 51 ma.kr. betri hreinnar erlendrar stöðu. Gengi krónunnar hækkaði um tæp 3,5% á ársfjórðungnum miðað við gengisskráningarvog. Verð á erlendum verðbréfamörkuðum lækkaði um 0,4% milli fjórðunga og verð á bréfum á innlendum hlutabréfamarkaði hækkaði um 16,3%.

Tafla 2: Breyting á erlendri stöðu þjóðarbúsins á milli ársfjórðunga

Ma.kr.Staða í lok 2024/3FjármagnsjöfnuðurGengis- og verðbreytingarAðrar breytingarStaða í lok 2024/4

Erlendar eignir, alls

6.383

140

21

5

6.549

   Bein fjárfesting

1.062

27

-26

20

1.083

   Verðbréf

3.687

144

82

0

3.912

   Afleiður*

16

-4

4

1

17

   Önnur fjárfesting

720

-37

-16

-16

650

   Gjaldeyrisforði

899

10

-23

0

886

Erlendar skuldir, alls

4.540

61

-30

15

4.586

   Bein fjárfesting

1.750

11

-5

9

1.765

   Verðbréf

1.528

35

-17

0

1.545

   Afleiður*

10

0

1

0

11

   Önnur fjárfesting

1.253

15

-9

6

1.264

Hrein staða þjóðarbúsins

1.843

79

51

-10

1.963

(%) af VLF 

39,9%

1,7%

1,1%

-0,2%

42,5%

*Aðrar breytingar eru taldar undir gengis- og verðbreytingum fyrir afleiður

Frétt nr. 19/2024