Fara beint í Meginmál

Hvernig hefur peningastefnan áhrif á þjóðarbúskapinn? Nýtt fræðsluefni.1. október 2025

Fræðsluefni um það hvernig peningastefnan hefur áhrif á efnahagsumsvif og verðbólgu, og um það hve langan tíma það tekur fyrir þessi áhrif að koma fram og hver mikil þau eru, er nú að finna hér á vef Seðlabankans. Þar er miðlun peningastefnunnar í gegnum fjármálakerfið lýst, þar sem koma við sögu vextir, væntingar, eignaverð, útlán og gengi. Auk þess er lýst áhrifum á útgjöld heimila og fyrirtækja, á eftirspurn í hagkerfinu, hagvöxt, atvinnu og að lokum á verðbólgu. Sjá nánar: