Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri hagfræði og peningastefnu í Seðlabanka Íslands, kynnti nýlega efni nýútgefinna Peningamála, þriðja heftis 2024, á fundum í sex fjármálafyrirtækjum, þ.e. Landsbankanum, Íslandsbanka, Arion banka, Kviku banka, Fossum og Arctica. Í kynningunum greindi Þórarinn frá ýmsum atriðum varðandi efnahagsumsvif og verðbólgu.
Sjá hér skjal sem Þórarinn studdist við á kynningarfundunum.