Fara beint í Meginmál

Kynningarfundur um ný leiðbeinandi tilmæli um útvistun

Seðlabanki Íslands hélt kynningarfund á dögunum um ný leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2025 um útvistun. Tilmælin ná til eftirlitsskyldra aðila, skv. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, að undanskildum þeim aðilum sem falla undir viðmiðunarreglur EBA um fyrirkomulag útvistunar (EBA/GL/2019/02).

Tilmælin tilgreina meginreglur sem eftirlitsskyldir aðilar ættu að fara eftir við fyrirkomulag útvistunar. Á fundinum var farið yfir aðdragandann að setningu þeirra auk þess sem hverjum kafla var gerð nánari skil og þeim breytingum sem orðið hafa frá eldri tilmælum.

Fundurinn var vel sóttur og meðfylgjandi eru glærurnar sem kynntar voru: