Heildareignir lánasjóða ríkisins námu 940,1 ma.kr. í lok mars og hækkuðu um 10,4 ma.kr. á milli mánaða. Af heildareignum námu innlendar eignir 939,9 ma.kr. og erlendar eignir 177 m.kr.
Skuldir námu 1.099,7 ma.kr. og hækkuðu um 12,2 ma.kr. í mánuðinum. Þar af námu innlendar skuldir 1.099,6 ma.kr. og erlendar skuldir 116 m.kr.
Eigið fé lánasjóða ríkisins lækkaði um 1,8 ma.kr. í mánuðinum og var neikvætt um 159,6 ma.kr. í lok mars.
Sjá nánari sundurliðun á efnahagsreikningi lánasjóða ríkisins í Gagnabankanum.
Fyrirspurnir skal senda á netfangið adstod@sedlabanki.is