Fara beint í Meginmál

Lífeyrissjóðir í maí 2025

Eignir lífeyrissjóða námu 8.265,6 ma.kr. í maí og hækkuðu um 220,1 ma.kr. á milli mánaða. Þar af voru eignir samtryggingadeilda 7.325 ma.kr. og séreignadeilda 940,6 ma.kr.

Innlendar eignir lífeyrissjóða námu 4.976,3 ma.kr. og hækkuðu um 88,1 ma.kr. á milli mánaða. Innlend markaðsskuldabréf námu 2.745,4 ma.kr. og hækkuðu um 28.5 ma.kr. og innlend hlutabréf og hlutdeildarskírteini námu 1.039,3 ma.kr. og hækkuðu um 52,8 ma.kr. Innlend útlán námu 734 ma.kr. og hækkuðu um 15.2 ma.kr.

Erlendar eignir lífeyrissjóða námu 3.289,3 ma.kr. í lok maí og hækkuðu um 132,1ma.kr. milli mánaða. Erlend hlutabréf og hlutdeildarskírteini námu 3.188,7 ma.kr. og hækkuðu um 125,4 ma.kr. og innlán í erlendum innlánsstofnunum lækkuðu um 371 m.kr. og námu 8 ma.kr.

Hrein eign lífeyrissjóða nam 8.249,9 ma.kr. í lok maí.

Sjá nánari sundurliðun á efnahagsreikningi lífeyrissjóða Gagnabankanum.

Fyrirspurnir skal senda á netfangið adstod@sedlabanki.is