Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands skráði Monerium ehf. sem þjónustuveitanda sýndareigna hinn 19. mars 2025, sbr. 1. mgr. 35. gr. laga nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og reglur nr. 151/2023, um skráningu gjaldeyrisskiptaþjónustu og þjónustuveitenda sýndareigna. Í skráningunni felst heimild til að skipta sýndareignum yfir í gjaldmiðil eða rafeyri og skipta gjaldmiðli eða rafeyri yfir í sýndareignir, sem og önnur starfsemi sem tilgreind er í 25. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 140/2018.
- Fjármálaeftirlitsnefnd
- Um fjármálaeftirlit
- Eftirlitsskyld starfsemi
- Eftirlit með aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
- Stafrænn viðnámsþróttur á fjármálamarkaði (DORA)
- Lykilupplýsingaskjöl
- Fjármálafyrirtæki
- Lífeyrismarkaður
- Vátryggingastarfsemi
- Verðbréfamarkaður og sjóðir
- Markaðir með sýndareignir og MiCA
- Aðrir markaðir