Fara beint í Meginmál

Niðurstaða athugana á upplýsingatækni- og öryggisáhættu hjá viðskiptabönkunum

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hóf athuganir hjá fjórum viðskiptabönkum í febrúar 2024. Niðurstöðurnar lágu fyrir á tímabilinu frá júlí til október 2024.

Markmið athugananna var að skoða skipulag og stjórnun upplýsingatækni- og öryggisáhættu, endurskoðunaráætlun fyrir upplýsingatækni- og öryggisáhættu, umgjörð fyrir upplýsingatækni- og öryggisáhættu, auðkenningu og áhættumat á viðskiptaferlum og upplýsingatæknieignum og flokkun þeirra.