Meginmál

Niðurstaða athugunar á vöktun fjárfestingaheimilda Birtu lífeyrissjóðs

Við yfirferð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands í júní 2024 á gögnum Birtu lífeyrissjóðs um sundurliðun fjárfestinga vegna fyrsta ársfjórðungs 2024 kom í ljós að eign Birtu í tveimur sjóðum hafði farið umfram lögbundin mörk skv. 7. mgr. 36. gr. c laga nr. 129/1997. Nam fjárhæð fjárfestinganna, sem fóru umfram lögbundin mörk, samtals um 112 milljónum króna. Hóf fjármálaeftirlitið í kjölfarið frekari skoðun á málinu þar sem skoðað var hvernig Birta lífeyrissjóður hefði tryggt vöktun á lögbundnu hámarki og hvernig sjóðurinn hefði sinnt tilkynningaskyldu til fjármálaeftirlitsins.

Sjá nánar: