Velkomin á nýjan og endurbættan vef Seðlabanka Íslands sem leysir af hólmi eldri vefi Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins.
Nýr vefur býður upp á fjölmargar nýjungar, meðal annars:
- Veftré í 13 yfirflokkum sem hægt er að raða í stafrófsröð til að auðvelda notendum að finna efni
- Öll gagnabirting bankans er aðgengileg á Gagnatorgi og tengir nýja vefinn við https://www.gagnabanki.is/ sem Seðlabankinn er með í þróun
- Nýja og bætta framsetningu í birtingu á gengisupplýsingum
- Fjórskipta leit sem auðveldar notendum að finna það sem þeir leita að
- Fréttir sem merktar eru með efnislegum tögum, sem gerir notendum kleift að skoða safnsíður af efni tengdu ákveðnum viðfangsefnum
- Þekkingarbanka og neytendasíðu
Vefurinn er í virkri þróun og því geta einhverjir hnökrar enn leynst í virkni, tenglum eða uppsetningu einstakra þátta eins og t.d. brotnir hlekkir, XML-þjónusta, RSS straumar, flökt í gagnagrunnum og gamlar slóðir í leitarvélum. Stöðugt er unnið að lagfæringum og fínstillingu vefsins. Seðlabankinn hvetur notendur til að senda inn ábendingar ef þeir verða varir við eitthvað sem betur má fara.