Fara beint í Meginmál

Önnur fjármálafyrirtæki í júní 2025

Heildareignir annarra fjármálafyrirtækja í lok júni námu 278,9 ma.kr. og lækkuðu um 2,9 ma.kr. á milli mánaða. Af heildareignum námu innlendar eignir 256,2 ma.kr. og erlendar eignir 22,7 ma.kr. Innlendar eignir hækkuðu um 2,7 m.kr. á milli mánaða og erlendar eignir lækkuðu um 5,7 m.kr.

Skuldir annarra fjármálafyrirtækja án eigin fjár námu 237,3 ma.kr. og lækkuðu um 3,5 ma.kr. júní. Þar af námu innlendar skuldir 227,1 ma.kr. og erlendar skuldir 10,2 ma.kr. Eigið fé nam 41,6 ma.kr. í lok júní og hækkaði um 554 m.kr frá fyrri mánuði.

Sjá nánari sundurliðun á efnahagsreikningi annarra fjármálafyrirtækja í Gagnabankanum.

Fyrirspurnir skal senda á netfangið adstod@sedlabanki.is