Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur samþykkt samruna Íslenskra verðbréfa hf. og ÍV sjóða hf. á grundvelli 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, en samruninn var samþykktur á hluthafafundi félaganna 31. mars 2025. Sama dag sameinuðust ÍV sjóðir hf. og SIV eignastýring hf. Réttindum og skyldum Íslenskra verðbréfa hf. og SIV eignarstýringar hf. telst reikningslega lokið 1. janúar 2025 og frá og með þessum degi taka ÍV sjóðir hf. við öllum réttindum og skyldum síðarnefndu félaganna. Sameinað félag hefur afsalað sér starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki en mun starfa áfram sem rekstrarfélag verðbréfasjóða og sérhæfðra sjóða. Samhliða þessu breytist heiti yfirtökufélagsins, ÍV sjóða hf., og verður Íslensk verðbréf hf. Lögheimili þess er að Ármúla 3 í Reykjavík. Auglýsing varðandi samrunann verður birt í Lögbirtingablaði, sbr. 6. mgr. 106. gr. laga um fjármálafyrirtæki.