Hinn 13. október sl. samþykkti fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands samruna Sparisjóðs Strandamanna hf. og Sparisjóðs Höfðhverfinga hf. á grundvelli 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Með samrunanum tók Sparisjóður Höfðhverfinga hf. við rekstri Sparisjóðs Strandamanna hf., öllum eignum hans og skuldum, réttindum og skyldum. Samruninn mun ekki hafa áhrif á greiðslustað skuldaskjala.
Heiti hins sameinaða sparisjóðs er Smári sparisjóður hf. og er lögheimili hans að Túngötu 3, 610 Grenivík.
Auglýsing varðandi samrunann verður birt í Lögbirtingablaðinu, sbr. 6. mgr. 106. gr. laga um fjármálafyrirtæki.