Fara beint í Meginmál

Samruni Sparisjóðs Strandamanna hf. og Sparisjóðs Höfðhverfinga hf. (nú Smári sparisjóður hf.)13. október 2025

Hinn 13. október sl. samþykkti fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands samruna Sparisjóðs Strandamanna hf. og Sparisjóðs Höfðhverfinga hf. á grundvelli 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Með samrunanum tók Sparisjóður Höfðhverfinga hf. við rekstri Sparisjóðs Strandamanna hf., öllum eignum hans og skuldum, réttindum og skyldum. Samruninn mun ekki hafa áhrif á greiðslustað skuldaskjala.

Heiti hins sameinaða sparisjóðs er Smári sparisjóður hf. og er lögheimili hans að Túngötu 3, 610 Grenivík.

Auglýsing varðandi samrunann verður birt í Lögbirtingablaðinu, sbr. 6. mgr. 106. gr. laga um fjármálafyrirtæki.